Tilkynningar

23 ágú 2010

Dreifnám á haustönn

Eftirtaldir áfangar verða í boði í dreifnámi á haustönn:
DAN103,ENS103, ENS403, ENS503, ÍSL103, ÍSL403, ÍSL503, ÍSL633, FÉL323, NÁT103, LÍF203, LOL103, STÆ313 og VST127.  Frestur til að sækja um dreifnám er til 31. ágúst. Sótt er um á skrifstofu skólans eða á heimasíðunni.
12 maí 2010

Innköllun fartölva

Vegna breytts fyrirkomulags á tölvumálum MÍ hefur verið ákveðið að innkalla allar fartölvur sem skólinn leigir út. Leigjendur eru því beðnir að skila tölvunum (ásamt hleðslutækjum) á skrifstofu skólans í síðasta lagi kl. 15:30 á prófsýningardag, 20. maí 2010.

Þeir sem ekki standa skil verða krafðir um dagsektir kr. 1.000 á dag frá prófsýningardegi, nema um annað hafið verið samið við skólayfirvöld.

 

Meira

10 apr 2010

Próftafla vorannar 2010

Próftafla vorannar 2010 hefur verið samþykkt af skólaráði og er aðgengileg ef smellt er HÉR. Nemendur geta einnig nálgast próftöflur sínar á INNU. Nemendur sem eru með árekstara í próftöflu þurfa að hafa samband við skrifstofu skólans.

6 apr 2010

Kennsla hefst á ný

Kennsla eftir páskaleyfi hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 7. apríl kl. 08:00.