26 mar 2017

Heimanámsaðstoð alla mánudaga og miðvikudaga

Mánudaginn 27. mars hefst heimanámsaðstoð sem verður í boði alla mánudaga kl. 14-15 og alla miðvikudaga kl. 15-16 í stofu 9. Nemendur eru hvattir til að nýta sér aðstoðina.
24 mar 2017

MÍ úr leik í MORFÍS

MÍ keppti í gærkvöldið við lið Verslunarskóla Íslands í undanúrslitum MORFÍS. Keppnin var afar jöfn og spennandi og aðeins munaði 32 stigum á liðunum. Svo fór að Verslunarskóli Íslands bar sigur úr býtum. Við óskum Verslingum innilega til hamingju með sigurinn. Lið okkar fær mikið hrós fyrir drengilega keppni og góða frammistöðu en liðið skipuðu Hákon Ernir Hrfnsson, Ingunn Rós Kristjánsson, Veturliði Snær Gylfason og Þórður A. Úlfur Júlíusson.
15 mar 2017

Valtímabil 16. - 21. mars

Fimmtudaginn 16. mars til þriðjudagsins 21. mars stendur yfir valtímabil fyrir haustönn 2017. Nemendur sem ætla sér að vera við nám í skólanum á haustönn þurfa að velja sér áfanga. Kynning á valinu fer fram í fyrirlestrarsalnum (stofu 17) kl. 10:10 fimmtudaginn 16. mars og í fundartímanum þann sama dag er hægt að fá aðstoð við valið. Einnig er hægt að panta tíma hjá áfangastjóra eða náms- og starfsráðgjafa til að fá aðstoð við valið. Allar frekari upplýsingar um valið má finna hér.
8 mar 2017

Háskólakynning 9. mars milli kl. 11 og 13

Á morgun, fimmtudaginn 9. mars, munu allir háskólar landsins sem og Háskólasetur Vestfjarða, kynna námsframboð sitt sem telur yfir 500 námsleiðir. Nemendur, kennarar og námsráðgjafar verða á staðnum. Kynningin fer fram í Gryfjunni milli kl. 11 og 13. Háskólakynningin er opin öllum.
8 mar 2017

Sólrisuvika og Gróskudagar

Sólrisuvikan er nú í fullum gangi. Sýningar á leikriti ganga fyrir fullu húsi, Útvarp MÍflugan sendir út á tíðninni fm101 og margvísleg önnur dagskrá er í boði. Þá standa yfir Gróskudagar í skólanum þar sem nemendur taka þátt í ýmsum smiðjum, fróðlegum og skemmtilegum. Á meðfylgjandi myndum má sjá brot af þeim fjölbreyttu smiðjum sem í boði eru.
6 mar 2017

Forinnritun 10. bekkinga

Dagana 4. mars - 10. apríl fer fram forinnritun 10. bekkinga á síðunni www.menntagatt.is. Allir 10. bekkingar á Íslandi eiga að hafa fengið upplýsingar um forinntritun afhentar í sínum grunnskólum. Foreldrar og forráðamenn eiga sömuleiðis að hafa fengið sendar upplýsingar heim um innritunina. Lokainnritun 10. bekkinga fer síðan fram 4. maí - 10. júní. Allar upplýsingar um nám í boði við Menntaskólann á Ísafirði sem og inntökuskilyrði má finna hér.
2 mar 2017

Sólrisuvikan að hefjast

Sólrisuvikan hefst á morgun, föstudaginn 3. mars,  með skrúðgöngu frá MÍ í Edinborgarhúsið. Um kvöldið verður síðan Sólrisuleikritið frumsýnt, leikritið Vælukjói sem er gert út frá myndinni Cry baby eftir John Waters. Uppselt er á frumsýningu en næstu sýningar eru á laugardaginn, tvær á sunnudaginn og síðan mánudag og þriðjudag. Miðapantanir eru í síma 450 5555.
28 feb 2017

Gróskudagar á Sólrisu

Í Sólrisuviku verða að þessu sinni tveir Gróskudagar, þriðjudaginn 7. og miðvikudaginn 8. mars. Þessa daga er hefðbundin kennsla brotin upp og nemendur geta skráð sig í alls konar skemmtilegar og fróðlegar smiðjur. Hver nemandi þarf að skrá sig í þrjár smiðjur hvorn dag til að fá mætingu skráða þessa daga. Skráning er hér á hlekknum 

http://www.signupgenius.com/go/30E0A4FA9A92BA1F85-grskudagar3

N
ánari upplýsingar um smiðjur má nálgast með því að smella hér.

17 feb 2017

MÍ vann ML í MORFÍS

Í gærkvöldi fór fram MORFÍS keppni í Gryfjunni. Lið MÍ ðið lagði þá lið Menntaskólans á Laugarvatni í æsispennandi ræðukeppni. Ingunn Rós Kristjánsdóttir liðsmaður MÍ var valin ræðumaður kvöldsins. Með sigrinum er MÍ komið í undanúrslit sem fara fram í mars. Skólinn hefur þrisvar sinnum áður komist í undanúrslit en það var árin 1986, 2008 og 2009. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem Sólrún Geirsdóttir tók.