1 mar 2013

Gróskudagar - smiðjur

Á Gróskudögum í næstu viku munu nemendur geta valið á milli smiðja þar sem ýmislegt verður í boði. Lýsingar á smiðjum getið þið skoðað hér.
Til þess að fá skráða mætingu á Gróskudögum þarf hver og einn að skila að lágmarki 2 punktum á dag. Hver smiðjutími gefur tvo punkta. Smellið á hlekkinn hér fyrir neðan til að velja ykkur smiðjur.
21 feb 2013

Gróskudagar - Hugmyndabox

Minnt er á hugmyndaboxið fyrir Gróskudaga. Hægt er að skila hugmyndum til og með 22. febrúar. Einnig er hægt að senda tillögur í tölvupósti á netfangið hildur@misa.is

 

5 feb 2013

Viðbrögð við einelti

Athygli er vakin á því að áætlun um viðbrögð við einelti í skólanum er nú aðgengileg hér á síðunni. Ef smellt er á viðbrögð við einelti hér til hægri opnast síða þar sem farið er í gegnum viðbragsáætlunina. Einnig er þar eyðublað þar sem hægt er að tilkynna einelti eða grun um einelti til stjórnenda skólans.
22 jan 2013

Opnun Guðmundarsmiðju

Þann 4. janúar síðastliðinn var nýsköpunarsmiðjan (Fab-Lab) sem staðsett er í húsnæði MÍ opnuð með viðhöfn. Smiðjunni var gefið nafnið Guðmundarsmiðja til heiðurs Guðmundi Þór Kristjánssyni vélstjórnarkennara við Menntaskólann á Ísafirði. Guðmundur var frumkvöðull að stofnun nýsköpunarsmiðju á Ísafirði, en hann lést árið 2010 langt fyrir aldur fram. Sonur Guðmundar heitins, Þórir Guðmundsson, afhjúpaði minningarskjöld um Guðmund ásamt Jóni Reyni skólameistara. Meira er hægt að lesa um opnun smiðjunnar á heimasíðu bb.is.
12 jan 2013

Umsjónartími

Nemendur yngri en 18 ára eru minntir á umsjónartímann í fundartímanum á fimmtudaginn.
4 jan 2013

FAB-LAB formleg opnun

Stafræna smiðjan sem nefnd er Fab-lab og staðsett er í Menntaskólanum á Ísafirðir er nú komin á góðan skrið. Smiðjan verður formlega opnuð í dag föstudaginn 4. janúar, klukkan 13. Dagskin hefst með ávarpi Mennta- og menningarmálaráðherra á sal Menntaskólans og lýkur svo með formlegri opnun í smiðjunni sjálfri. Boðið verður upp á kaffiveitingar í mötuneyti skólans.  Allir velkomnir!

3 jan 2013

Upphaf vorannar

Vorönn 2013 hefst föstudaginn 4. janúar kl. 9 með ávarpi skólameistara á sal. Að því búnu hitta nemendur umsjónarkennara sína og fá afhentar stundatöflur og bókalista. Síðan taka við töflubreytingar fyrir þá nemendur sem þurfa á þeim að halda. Bókalistar eru nú þegar aðgengilegir í INNU fyrir þá nemendur sem greitt hafa þjónustugjöld vorannar. Stundatöflur verða opnaðar í fyrramálið.
4 des 2012

Samstarf við meistaranema í HSVEST

Á önninni sem nú er senn liðin hefur verið tekið upp á þeirri nýjung að nemendur í áfanganum ENS503  bjóða meistaranámsnemum hjá Háskólasetri Vestfjarða í heimsókn til sín og kynna fyrir þeim Vestfirðina í máli og myndum. Kynningarnar fara fram á ensku og eru hluti af sjálfstæðu rannsóknarverkefni sem nemendurnir hafa unnið að undanfarið. Háskólanemarnir hafa einnig komið í heimsókn í skólann og sagt frá sínum verkefnum. Að sögn Kristjáns Viggóssonar kennara í ensku hefur verkefnið hagnýtt gildi, bæði fyrir nemendur MÍ sem æfast í tungumálinu og einnig fyrir meistaranemana sem þannig fá fræðslu um nærumhverfið. Verkefnið sé þannig nokkurskonar tilraun til að byggja brú milli samfélagsins og háskolasetursins og efla samskiptin á milli þessara skólastiga.