Leiðbeiningar fyrir val í INNU
Verknámsáfangar í boði
Bóknámsáfangar í boði
Framvinda bóknáms
Nýr kjarasamningur Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum við ríkið var undirritaður í gær. Verkfalli kennara og stjórnenda hefur því verið frestað og skóli hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 7. apríl.
Nemendur í 10. bekk hafa frest til sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun til miðnættis þriðjudaginn 10. júní. Einkunnir þeirra verða sendar rafrænt frá grunnskólum til framhaldsskóla eftir skólaslit.
Rafrænni innritun á starfsbrautir lauk 28. febrúar síðastliðinn. Tímamörk almennrar innritunar sem auglýstar eru á Menntagátt, gilda þó fyrir þær umsóknir sem berast síðar. Stefnt er að afgreiðslu allra umsókna á starfsbrautir fyrir lok apríl.
Innritun eldri nemenda (fæddir 1997 eða fyrr) sem ekki eru nú í framhaldsskóla eða ætla að skipta um skóla hefst föstudaginn 4. apríl og lýkur laugardaginn 31. maí. Umsækjendur sækja um Íslykil á www.island.is og nota hann til að sækja um á www.menntagatt.is.