Upplýsingaskjár

Kvikmyndasýning

 

 

"GRAVE OF THE FIREFLIES", sýnd í stofu 17,  fimmtudaginn 14. nóvember kl. 13.05.

Með ensku tali án texta.

Óskilamunir

Hefur þú týnt einhverju?

Fullt af óskilamunum eru hjá ritara og í anddyri skólans.

Úr, lyklar, hálsmenn, föt...

 

Íþróttir utan skóla

Allir nemendur sem eru í íþróttum eða líkamsrækt utan skóla þurfa að skrá sig í áfangann íþróttir_utan_skóla_H18 á Moodle stutt heiti ÍÞRÓ-UTAN og skila þar upplýsingum um það sem þeir eru að gera sem skilaverkefni til að fá einingu fyrir íþróttir á þessari önn.

Kolbrún Fjóla Íþróttakennari

Viðvera bókasafnsvarðar

Bókasafnsvörður er við:

 • Mánudögum: 08:00-10:30 og 14:10-15:15
 • Þriðjudögum:   09:10-10:30 og 11:30-12:30 og 14:10-16:00
 • Miðvikudögum: 08:00-09:05 og 10:10-14:10 og 15:10-16:00
 • Fimmtudögum:  09:10-16:00
 • Föstudögum :    08:00-09:05 og 10:10-11:35 og 14:20-15:00

Endilega nýtið ykkur að koma á þeim tíma ef ykkur vantar aðstoð.

Rétt netföng

 • Nemendur bera sjálfir ábyrgð á því að rétt netföng séu skráð inn á Moodle.

Nemendur athugið

 • Að gefnu tilefni er bent á að Menntaskólinn á Ísafirði tekur ekki ábyrgð á lausamunum nemenda.
 • Hægt er að leigja skáp hjá húsverði gegn vægu tryggingagjaldi.

Moodle Mobile appið

 • Nú er hægt að nota Moodle Mobile appið til að skrá sig inn á Moodle námsvefinn.
 • Hægt er að sækja appið á Google Play fyrir Android eða í Tunes App Store fyrir iPhone/iPad.
 • Leiðbeiningar um hvernig á að skrá sig inn eru á heimasíðu skólans undir Þjónusta -> Tölvur og netkerfi -> Moodle Mobile leiðbeiningar.

RUSL

Vinsamlegast hendið  og flokkið rusl í þar til gerð ílát. 

 

Ekki skilja rusl eftir á borðunum, gangið frá því sjálf,

 

TAKK TAKK TAKK

Kvikmyndasýning 

 

"Unforgiven"

Vestri - 1992

Clint Eastwood

(Í kjölfar amerísku nýbylgjunnar)

Fimmtudag kl. 13.05 - Stofa 17

Val stendur yfir

Valtímabil stendur yfir frá 24.10. - 30.10. Allir nemendur sem ætla að vera við nám á vorönn 2020 þurfa að velja!

 

Hægt er að fá aðstoð við valið hjá áfangastjóra og náms- og starfsráðgjafa. Tímapantanir hjá ritara.

 

 

EKKERT VAL = ENGIN STUNDATAFLA Í JANÚAR!

Kynningarfundur vegna vals fyrir vorönn 2020

Í fundartímanum í dag, 24. október, kl. 10:30 verður kynning á vali fyrir vorönn 2020. Kynningin fer fram í fyrirlestrarsalnum, stofu 17. Að kynningu lokinni verður hægt að fá aðstoð við valið.