Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10. september.
- Á gulum degi klæðumst við gulu, skreytum með gulu, lýsum með gulu og borðum gular veitingar.
- Við tökum myndir af gulri stemningu, sjálfu eða mynd af vinum, fjölskyldu, samstarfsfólki, skreytingum eða gulum hlutum. Lagt til að deila myndum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #gulurseptember og merkja @gulurseptember.
- 10. september er gulur dagur, ef hann lendir á virkum degi. Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er 10.september.
- Vinnustaðir og skólar geta líka valið annan dag í september til að halda gulan dag, eftir því sem hentar best.
- Allir sem geta eru hvattir til að taka þátt og sýna þannig stuðning við geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir.