Fréttir

20 nemendur brautskráðir

Jólafrí

Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með mánudeginum 22. desember og opnar aftur mánudaginn 5. janúar.

Stöðupróf í þýsku, litháísku, spænsku og portúgölsku

Stöðupróf í þýsku, litháísku, spænsku og portúgölsku verða haldin í Menntaskólanum í Sund þriðjudaginn 27. janúar 2026 kl. 10.

Stöðupróf í pólsku

Stöðupróf í pólsku verður haldið í Kvennaskólanum í Reykjavík miðvikudaginn 25. febrúar 2026 kl. 16:30. Hægt er að fá metnar allt að 20 framhaldsskólaeiningar. Skráning fer fram á heimasíðu skólans (www.kvenno.is) fyrir 20. febrúar. Prófgjald er 20.000 kr., sem greiðist inn á tilgreindan reikning, og senda þarf kvittun í tölvupósti. Greitt prófgjald og persónuskilríki með mynd eru skilyrði fyrir próftöku.

Brautskráning frá MÍ á föstudaginn

Næstkomandi föstudag, þann 19. Desember verður brautskráning frá Menntaskólanum á Ísafirði. Athöfnin fer fram í Ísafjarðarkirkju og hefst klukkan 15:00.

40 ár frá fyrstu öldungadeildarútskriftinni

MÍ hlýtur styrk úr Þróunarsjóði innflytjendamála

Stöðupróf í úkranísku

Skráningu lýkur 16. janúar. Skráning fer fram á ma.is eða með QR kóða.

Öryggisgjöf frá Sjótækni

Í dag fékk Menntaskólinn á Ísafirði heimsókn þegar Lísbet frá Slökkviliði Ísafjarðar, og Sif Huld frá Sjótækni, komu í skólann og afhentu nemendum sérstaka öryggisgjöf frá Sjótækni.

Mannvirkjaþing Samtaka iðnaðarins

Mannvirkjaþing Samtaka iðnaðarins var haldið í annað sinn í Iðunni í Vatnagörðum síðastliðinn fimmtudag og sóttu það um 160 gestir. Menntaskólinn á Ísafirði átti þar fulltrúa í Heiðrúnu Tryggvadóttur skólameistara, sem tók virkan þátt í umræðum um iðnmenntun, einu af lykilviðfangsefnum þingsins.