Opnað verður fyrir umsóknir um skólavist á vorönn 2026 þann 1. nóvember n.k.
Nánari upplýsingar um umsóknir í íslenska framhaldsskóla á vorönn 2026, er hægt að nálgast á heimasíðu Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu
- Dagskóli:
- Umsóknartímabil: 1. nóvember - 1. desember 2025
- Fjarnám:
- Umsóknartímabil: 1. nóvember - 2. janúar 2026
- Iðnmeistaranám:
- MÍ áformar að fara af stað með nýjan hóp í iðnmeistaranámi í janúar í samstarfi við VA á Neskaupsstað, með fyrirvara um næga þátttöku.
- Iðnmeistaranámið er kennt í fjarnámi
- Sótt er um hjá áfanga- og fjarnámsstjóra á martha@misa.is
- Upplýsingar sem þurfa að koma fram:
- Nafn, kennitala, símanúmer
- Afrit af sveinsbréfi