Í dag, 19. ágúst, fór fram skólasetning Menntaskólans á Ísafirði. Heiðrún skólastjóri ávarpaði nemendur, bauð þau hjartanlega velkomin í skólann og óskaði þeim góðs gengis við upphaf nýs skólaárs.
Að lokinni skólasetningu héldu nemendur beint í fyrstu kennslustundir sínar samkvæmt stundatöflu. Veðrið lék við gesti, sólin skein og skapaði hlýlegt og bjart andrúmsloft við upphaf annarinnar.