A- og B-stigs nemendur úr Vélstjórn 3 við Menntaskólann á Ísafirði heimsóttu nýverið skuttogarann Pál Pálsson.
Markmið ferðarinnar var að kynnast starfsemi og búnaði skipsins betur og fengu nemendur þar tækifæri til að skoða bæði vélarúm og vinnslurými.
Á meðan á heimsókninni stóð var farið yfir helstu þætti vélarúmsins, þar á meðal rafmagnsframleiðslu skipsins og spilbúnað. Nemendur fengu einnig að sjá hvernig vinnsla og meðferð afla fer fram um borð auk þess sem krapavélar og vökvakerfi skipsins var skoðað.
Heimsóknin var fræðandi og gagnleg fyrir nemendur sem fengu dýrmæta innsýn í raunverulegt starf vélstjóra og rekstur togarans.
